Efnisorð

föstudagur, 28. mars 2014

Sjö ára vinátta í myndum :)



Patrek og Rebekka í mars, 2014

Hún Rebekka mín hefur ekki átt marga vini utan leikskólatímans, við fjölskyldan erum soldið einangruð og hittum að öllu jöfnu frekar fáa, fyrir utan að við bjuggum ekki í sama hverfi og leikskólinn hennar var í... en sem betur fer á hún frænda sem hefur henni verið soldið eins og bróðir allt hennar líf.

Ég er búin að vera að flokka myndirnar mínar soldið núna undanfarið og tók eftir því hversu rosalega margar sætar myndir ég á af þeim saman og mig langar til að raða þeim öllum upp í sögu, held að það verði mjög gaman að eiga í framtíðinni, bæði fyrir þau og mig :)

Maí, 2007
Þetta tel ég vera fyrstu myndina af þeim saman, þarna er Rebekka 3ggja mánaða og Patrek er þarna undir henni í bumbunni :)


Júní, 2007
Fyrsta ALVÖRU myndin af þeim saman, tekin uppá spítala stuttu eftir að Patrek fæðist :) Rebekka minnir mig alltaf einhvernvegin á nýklaktann fuglsunga á þessari mynd, soldið eins og hún sé að segja "Hey, sko hvað ég fann!"


Júní 2007
Hér er Patrek tiltölulega nýfæddur, búin að hlekkja sig utanum lífsreynda, fjögurra mánaða frænku sína í von um stuðning í þessum erfiða heimi.


Október 2007
Smá stökk í tíma, hér eru þau aðeins farin að stálpast :)


Febrúar 2008
Fyrsta kossamyndin af mörgum, þau eru nú hætt þessu í dag en fyrstu árin voru þau alltaf eitthvað að kyssast og knúsast :)

Sumar 2008
Patrek hjálpar Rebekku að renna upp í Kjarnaskógi :)



Nóvember 2008
Tilraun í jólamyndatöku, Rebekka eitthvað aðeins of knúsug fyrir Patrek :P



Desember 2008
Þessi mynd var nú þegar komin í þessa færslu en þar sem hún er í algjöru uppáhaldi, verður hún með hérna líka :) Þarna eru þau nýkomin af dagmömmujólaballi :)


Sumar 2009
 Passað uppá hvort annað í Kjarnaskógarferð.


Sumar 2009
Rebekka að brynna Patrek...


Sumar 2009
Svo sæt :)



Sumar 2009
Þetta er alveg leiðinlegasta þríhjól allra tíma, alveg vonlaust á komast eitthvað áfram á því án þess að sprengja sig af áreynslu... en þau kunnu lag á því :)



Október 2009
Smá nestisferð á Svalbarðseyri haustið 2009 :)


Febrúar, 2010
Á Glerártorgi á öskudaginn.


Desember 2010
Við jólatréð á aðfangadagskvöld :)

Nóvember 2011







Þarna eru þau orðin fjögurra ára og það er orðið töluvert erfiðara að ná mynd af þeim saman, man að ég gekk heillengi á eftir þeim þarna til að fá þau til að setjast uppí glugga og leyfa mér að smella einni :P

Nóvember 2012
Fimm ára og alltaf jafn góðir vinir :)

Desember 2012
Þarna eru þau að læra að dansa á meðan beðið er eftir matnum á aðfangadag, 2012 :)

Nóvember 2013
Ein úr jólamyndatökunni 2013, plús Atlas minn.


Mars 2014
Og svo allra nýjasta myndin, tekin núna á dögunum :)

Já, þar hafiði það :) Rosalega er ég ánægð með söguna mína, ef það er eitthvað sem ég elska, þá er það falleg ljósmyndasaga :) Vonandi get ég komið með framhaldssögu eftir nokkur ár :)



1 ummæli:

  1. svo gaman að sjá þessar myndir svona í tímaröð :)

    kv gugga :)

    SvaraEyða