Efnisorð

miðvikudagur, 12. mars 2014

Postulíns-pennar :)

Jæja, þá er það fyrsta færslan. Þegar ég áttaði mig á því að handavinnublogg myndi sameina hérumbil öll áhugamálin mín (handavinnu, ljósmyndun, skriftir, og þá staðreynd að ég á oft soldið erfitt með að búa til sama hlutinn tvisvar) þá bara varð ég að prufa það :) Vonandi eru einhverjir sem hafa gaman að þessu hjá mér :)

Já semsagt, ég er alltaf að leita mér að einhverju nýju til að dunda við og það nýjasta þessa dagana er postulíns-skrap. Hljómar ekki voða næs, ég veit, en kemur alveg svakalega skemmtilega út:

Postulínið pikkaði ég upp á sikk hjá Hjálpræðishernum :)


  Pennana keypti ég í Föndru. Þeir voru ekki alveg það sem ég hefði í huga, einum of grófir og ekki "oil based" eins og Pinterest vildi meina að væri aðal-málið... en þar sem ekki var aðra penna að fá hérna á Akureyri, skellti ég mér bara á þá.


Ég fylgdi þessum leiðbeiningum nokkuð nákvæmlega en þrátt fyrir það, var enn hægt að kroppa litinn af með frekar lítillri fyrirhöfn :/ Ég útiloka ekki að ég hafi gert einhver mistök, kannski þurfa þeir að bíða eitthvað aðeins lengur... en næst held ég að ég verði mér útum  öðruvísi penna því þetta er allt of mikil vinna til að ég sætti mig við að þetta nuddist af við smá þvott!

Þá er það aðal - græjan! Það eru örugglega margir sem fá hroll bara við tilhugsunina um að skrapa postulín með teppahníf, ég meðtalin áður en ég prufaði... en maður áttar sig á því mjög fljótt hvernig maður á að stjórna hnífnum til að komast hjá því að tapa vitinu :P
Eins og sjá má er þetta stórhættulegt kvikindi, ég sargaði stóra rispu á þumalputtann strax á fyrsta degi :P Ég mæli með því að nota teppahníf frekar en annarskonar hníf af því það er mjög gott að geta brotið af blaðinu af og til því það missir skerpuna ansi fljótt :)

Anyways, þá er það diskurinn:
Það fyrsta sem ég gerði var að fylla inn i stóru svæðin. Þessi tiltekni diskur hentaði mjög vel af því hann er með skýr skil sem hægt er að nota sem viðmið fyrir munstrið. Það þyrfti að hafa aðeins meira fyrir þessu ef diskurinn væri bara flatur :) En flatir diskar henta þó betur ef á að gera stóra mynd (sjá myndir neðst í færslu).
Það tekur ca. 2-3 umferðir til að ekki sjáist penna-för (takið eftir pennaförunum á kúrvunum). Ég myndi segja að það væri sniðugt að bíða í ca. sólarhring á milli umferða af því fyrsta umferðin á það til að nuddast af ef hún er ekki orðin alveg þurr þegar maður byrjar að lita aftur - en ég beið bara í 4-5 tíma og litaði mjög laust og það gekk svona skítsæmilega :P Þriðja umferðin var svo bara til að fylla uppí smágöt. 
Hér eru svo kúrvurnar eins og þær komu út eftir fyrstu umferð. Ég fór aðeins ofan í þær aftur en þó má enn sjá smá penna-för í loka-niðurstöðunni og mér fannst það allt í lagi. 
Síðan byrjaði skrapið. Þetta er náttúrulega soldið tímafrekt, en samt sem áður rosalega róandi. Maður þarf ekki að hugsa neitt voða mikið, en samt er þetta ekki einhæft. 
Það er smá trix að halda rétt á hnífnum þannig að maður myrði ekki aðra fjölskyldumeðlimi með ískri, og ég var alltaf að snúa bæði disknum og pennanum, eftir því í hvaða átt ég var að skrapa. Það er best kannski að vera bara einn heima þegar maður prufar fyrst :P
Þegar ég var svo alveg búin að skrapa hringinn, skellti ég einu blómi í miðjuna :)
Hér er svo afraksturinn.

********************************************************************************

Þá eru það bollarnir. Þessir tilteknu bollar fannst mér mjög skemmtilegir því þeir eru örlítið kassalaga og því góður flötur til að vinna á :)
Svipað prósess og með diskana, nema í þetta skiptið passaði ég að hafa kúrvurnar aðeins þykkri og með stórri kúlu á endanum svo ég hefði meiri stjórn yfir þykktinni þegar ég byrja að skrapa. Svo reyndi ég að hafa blómin sem jöfnust og stundum þurfti ég að teikna þau aftur svo petalarnir litu rétt út þegar ég fór að setja útlínurnar (sjá næstu mynd.)

Hérna er ég búin að skrapa eitt blóm og er aðeins byrjuð á kúrvunum. Þarna má líka sjá smá leiðréttingu, ég skafaði óvart aðeins of langt upp og þurfti að fylla uppí með smá klessu. Ég geymdi þettta svona í nokkra tíma og fór svo aðeins yfir blettinn aftur til að fela pennaförin, og kláraði svo að skafa ca. 10 mínútum seinna :)
Hérna er svo fyrri bollinn tilbúinn. Sá sem er á myndinni á undan er seinni bollinn og á honum passaði ég mig aðeins betur á því að nudda ekki blómin hinum megin á meðan ég var að skafa, en á þessum fyrsta var ég ekki búin að átta mig á því hversu viðkvæm þau væru og þess vegna vantar soldið inní þessi blóm. Ég íhugaði að laga þau en lagði svo ekki í það og skóf frekar bara meira innan úr hinum svo þetta yrði nokkuð jafnt.

Ég passa mig betur næst :)

*********************************************************************************

En eins og ég sagði í byrjun, þá gekk þetta ekki nógu vel því pennarnir eru ekki alveg nógu traustir.  Enn er hægt að skrapa af þeim einum of auðveldlega og ég sé fyrir mér að ákafur köku-unnandi gæti óvart skafað hálft blómið af í óðagoti og ekki vil ég það! :P Held að ég prufi bara að skella þeim aðra ferð í ofninn :)

Í lokin eru myndir af stærri diskum sem ég gerði líka, einn með skrapi, og hinir tveir gerðir með því að fletja litinn út með puttanum þegar hann er enn blautur :) Diskana sjálfa hef ég átt í mörg ár en aldrei notað mikið því þeir eru svo óskaplega þungir að ég nenni ekki að vaska þá upp :P Held að þeir muni henta mjög vel sem kökuföt eða álíka, núna þegar þeir eru orðnir svona fínir :)
Þetta er fyrsta skrap-verkefnið. Þarna var ég ekki búin að uppgötva teppahnífinn og var að skakklappast áfram með einhverskonar prjón... sem eins og sjá má gefur ekkert svakalega fínlegar niðurstöður, en ég er sátt við diskinn fyrir því :)
Fingrafara-blóm :P Þetta lúkk er fengið með því að klessa litinn niður jafnóðum.
Nær-mynd. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta var einhver svakaleg glæpasaga þar sem listamaður fremur einhvern glæp og er síðan uppgötvaður af því hann hefur gert svona mynd og skilið eftir sig öll þessi fingraför :P .... smá off-topic :P
Og svo síðasti diskurinn. Sama fingra-klessu-aðferð og á blómadisknum notuð hérna :)

**********************************************************************************

Takk kærlega fyrir, þið sem nenntuð að skoða þetta. Komment og spurningar eru meira en velkomin :)

Kær kveðja, 
Jódís Eva

4 ummæli:

  1. ég má til að vera fyrst hérna ;) þetta er geggjað flott hjá þér :)

    SvaraEyða
  2. vá þetta er ekkert smá flott :) hvar fékkstu hugmyndina að svona skrapi ??

    SvaraEyða
  3. Takk fyrir :) Ég man ekki alveg hvaðan hugmyndin kom, en ég gerði þetta upprunalega 2012 á vasa og skálar sem ég mótaði úr leir :) Þegar ég prufaði svo þessa penna var planið ekki að skrapa heldur ætlaði ég bara að teikna eitthvað... en svo reyndust pennarnir svo breiðir og klunnalegir að ég varð að reyna að slípa þetta eitthvað til :)

    SvaraEyða
  4. Rosa flott! settu líka inn barbídúkkudótið það var magnað

    SvaraEyða