Efnisorð

þriðjudagur, 10. mars 2015

Grunnkennsla í Orkeringu (myndbönd)

Sælt veri fólkið!

Hér á eftir fara þrjú myndbönd sem ég bjó til sem fara yfir grunn-atriðin í orkeringu með nál. Í því fyrsta er kennt að gera tvöfaldann hnút (e: double stitch) , í númer tvö er kennt að gera hring (e: ring), keðju (e: chain) og lauflykkju (e: picot), og í því þriðja er kennt að gera armband með aðferðunum sem kenndar eru í fyrstu tveim myndböndunum.

Myndböndin eru gerð með algjöra byrjendur í huga.

Það sem þarf til að byrja með er þar-til-gerð orkeringarnál nr. 5 eða 7 (ég nota nr. 7 því þá verður verkið þéttara og jafnara finnst mér), sem fæst í verslunum A4. Pakkningarnar líta svona út:
Svo þarf garn nr. 10, eins og t.d. Mandarin Heklegarn:

Njótið vel og ekki hika við að spurja ef eitthvað er, hægt er að hafa samband hérna í commentum eða þá á facebook.com/snedderi :)

Myndband nr 1: Tvöfaldur Hnútur
Myndband nr. 2: Hringur, keðja og lauflykkja.
Myndband nr. 3: Armbandið klárað!


Njótið vel og endilega deilið og dreifið myndböndunum að vild :) Fleiri munu líklega fylgja þannig að endilega fylgist með á www.facebook.com/snedderi :)

2 ummæli:

  1. Kæra þakkir fyrir kennslu myndböndin.
    Ragnheiður Sveinsdóttir áhugakona um gamalt handverk =)

    SvaraEyða