Photoshop er merkilegt fyrirbæri.
Í þessari færslu ætla ég að fara yfir basic grunninn þegar kemur að því að poppa myndir aðeins upp, semsagt hvernig á að jafna út lýsinguna og fikta aðeins með burn-fítusinn. Það eru að sjálfsögðu til myndbönd á youtube sem sýna þetta allt, sem og alls konar blogg (flest öll reyndar á ensku), en mér finnst eins og oft gleymi fólk að gera ráð fyrir algjörum byrjendum og gefi ekki nægar upplýsingar um hvar hitt og þetta er að finna í forritinu, og þau mistök ætla ég ekki að gera... og því verður þetta kannski soldið langdregið hjá mér :P En ég tel að það sé betra að svokölluð tutorial sé með of mikið af upplýsingum en of lítið :)
Auðvitað er kostur að vera með smá grunn, hafa allavega opnað photohop einu sinni eða tvisvar, en ég ætla að gera mitt allra allra besta til að þessi færsla geti verið notuð til að koma fólki af stað :) Ég kann voða lítið á tæknilegu hliðina á photoshop, öll mín kunnátta er komin af áralöngu fikti og því verður kennslan mjög óformleg ;) Einnig hef ég ekki prufað apple-græju í 10 ár þannig að það þýðir því miður ekki að spurja mig ráða varðandi hvernig á að nota photoshop þar, en ég hugsa að margt af þessu virki líka í macca :)
Smá upplýsingar áður en ég byrja. Þegar þarf að opna glugga eins og t.d. levels, mun ég setja í sviga hvar það er að finna svona: (Image - Adjustments - Levels): eins og sjá má á eftirfarandi mynd.
Einnig er mjög mikilvægt að vera með History opið þannig að hægt sé að fara til baka ef mistök eru gerð. Ef History opnast ekki sjálfkrafa þegar þú startar photoshop, er það að finna undir Windows-tabbinu efst (sjá mynd)
Ok þá byrja ég :) Myndin sem ég ákvað að nota er af krökkunum mínum, Atlasi og Rebekku, tekin haustið 2013 í listigarðinum hérna á Akureyri. Hún hentar einmitt vel til sýnikennslu því hún er frekar dökk, andlitin soldið í skugga, og litirnir fyrir aftan þau virka mjög daufir af fyrra bragði en eiga sko aldeilis eftir að poppa þegar ég er búin að gramsa í þeim ;)
Svona leit myndin út nýkomin úr vélinni. Það fyrsta sem ég ætla að gera við hana er að jafna lýsinguna og til þess nota ég Levels (Image - Adjustments - Levels) -sjá fyrstu myndina)
Þá poppar semsagt þessi margumræddi Levels-gluggi upp.
Þegar ég vinn andlitsmyndir byrja ég alltaf á því að gera myndina eins bjarta og hún getur verið án þess að hún brenni útí hvítt og það er einföld leið til að passa uppá það.
Það fyrsta sem maður gerir er að halda inni Alt-takkanum á lyklaborðinu og klikka svo á HVÍTA sliderinn. Þá verður myndin alveg svört. Prufið svo að renna slidernum varlega til vinstri þangað til byrja að myndast rauðir blettir á andlitunum. Á myndinni hérna að ofan hef ég tekið sliderinn of langt og rauðu blettirnir gefa í skyn að þarna sé andlitið brunnið, eins og sagt er, og það er ekki gott. Þá tek ég sliderinn aðeins aftur til hægri þangað til andlitið verður aftur svart, stoppa bara rétt áður en það fer útí rautt :)
Ermarnar hennar Rebekku verða reyndar aðeins of hvítar og seinna mun ég kannki koma með tútoríal um hvernig á að vinna parta af myndinni í sitthvoru lagi - en það er ekki komið að því ennþá. ANYWAYS.... passa að engir rauðir blettir séu á andlitum og þá er þetta circa svona:
(PS - þessar myndir eru soldið groddaralegar því ég gat ekki gert "print screen" á meðan ég hélt inni ALT-takkanum og varð því bara að taka venjulega ljósmynd af skjánum hehe... maður reddar sér ;) )
Nú má sleppa ALT-takkanum og þá verður myndin aftur eins og hún á að vera, nema auðvitað aðeins bjartari. Til að auka contrastinn er síðan ráðlegt að draga svörtu örina aðeins til hægri, og svo gráu örina aðeins til vinstri svo svörtu svæðin hverfi ekki alveg.
Það að gera Levels "rétt" tekur smá æfingu og í raun er ekkert eitt rétt... en það að gera andlitin eins björt og þau geta verið, hjálpar rosalega uppá lúkkið, sérstaklega fyrir prentun :)
Næsta skref er Curves (Image - Adjustments - Curves)
Curves er notað til að setja enn meira contrast í myndina og langoftast þegar ég nota það, set ég smá svona lauslega S-kúrvu á línuna. Oft er S-ið meira áberandi en á þessari tilteknu mynd, en ég vildi ekki hafa hana of ýkta. Eins og með Levels, er Curves eitthvað sem þarf að fikta voða mikið í til að fá tilfinninguna :)
En nú byrjar aðal-föndrið: Burn :)
Burn-takkann er að finna í svokölluðu "tools" bar vinstra megin á skjánum (eða þar er það allavega í minni tölvu, það er hægt að færa það hvert sem er). Það er lítil ör á takkanum sem opnar drop-down menu og þar er hægt að velja bæði dodge og burn, og á þessari mynd notaði ég bara burn þó að ég noti að öllu jöfnu bæði. Anyways...
Þessi græja er notuð til að setja meiri lit/contast/úmpf í hluta af myndinni; í þessu tilfelli, bakgrunninn.
Til að byrja með þarf að stilla bursta-stærðina. Hjá mér er hann stilltur í 257 px og er þá á stærð við ca. helminginn af andlitinu - en myndin sem ég er að vinna er bara í netupplausn fyrir bloggið. Ef þú ert að vinna mynd í prentupplausn er líklegra að burstinn þurfi að vera einhversstaðar á bilinu 1000-1500 px, maður finnur bara hvað hentar best :)Einnig er mikilvægt að hafa "hardness" sliderinn í 0 því annars koma harðar útlínur þegar þú byrjar að mála.
Svo þarf að stilla Exposure. Því hærri sem talan er, því ýktari verða áhrifin af burstanum. Oftast hef ég þetta bara stillt á ca. 25% en það getur verið gaman að prufa að hækka töluna og sjá hvað gerist :) Einnig er hægt að breyta "range" í bæði shadows (þá ýkjast litir á dekkri svæðum) og midtones (þá dekkjast ljósari svæði sem bregðast ekki við þegar stillt er á shadows)... Highlights er líka valmöguleiki, en hann mun ég ekki nota að sinni.
Semsagt! Þá er burn-burstinn tilbúinn og þá er að byrja að mála.
Hérna er ég búin að fara yfir trén fyrir aftan þau. Þetta er gert í nokkrum skrefum, semsagt ég sleppi músinni reglulega svo þetta verði sem jafnast...Takið eftir því hvað litirnir verða miklu sterkari. Ég fór líka aðeins yfir grasið en það sést nánast ekki neitt af því það er svo ljóst. En þá kemur Range-ið inn aftur. Í staðinn fyrir að vera með stillt á "shadows" breytir maður í "midtones" og prufar að lita yfir ljósari partana af myndinni, semsagt grasið (ég minnkaði burstann til að komast betur að) :
Og TA DA!! Allt í einu kominn smá gras-litur á grasið :P
Og þá myndi ég segja að myndin sé að mestu tilbúin :) Það mætti kannski skerpa hana aðeins, en það er bölvað trix að ná því réttu þannig að ég ætla ekki að hafa það með í þetta sinn.
Í lokin ætla ég að setja inn smá yfirlit með öllum skrefunum sem ég fór yfir :)
Eitt sem verður að passa, og það er að fara ekki of geyst í t.d. burnið eða curves, nema það sé sérstaklega lúkkið sem maður vill. Að öllu jöfnu er minna meira, eins og sagt er :)
Takk fyrir lesturinn og ekki hika í hálfa sekúntu að spurja betur útí þetta ef eitthvað vefst fyrir ykkur, ég er alveg ný í að gera svona tutorial og allar ábendingar vel þegnar :)
Svo má endilega deila færslunni ef hún kom að notum :)
Kær kveðja,
Jódís Eva
Vá þetta er frábært! Ég las bara yfir og þetta hljómar allt svo einfalt og auðskiljanlegt að ég hugsa að ég slái til og prófi þetta! ég hef aldrei þorað hingað til...hehe
SvaraEyðaFrábært að heyra, þú varst einmitt ofarlega í huga mér þegar ég setti þetta saman :) Ekki hika við að spurja betur útí þetta ef eitthvað vefst fyrir þér, gerir það bara hérna svo það sé sýnilegt :)
SvaraEyðaHér er ýmislegt fallegt að sjá. Mest langar mig þó að spyrja hvort einhvers staðar sé hægt að fá uppskrift að þessum bolerojakka sem litla stúlkan hér að ofan klæðist?
SvaraEyðaSæl og takk fyrir það :) Munstrið er komið héðan: http://handmadebyfasola.blogspot.com/2010/03/matrimonio-bolero.html, en það er engin útaukning hjá mér, bara þessar 43 lykkjur í byrjun og hvert munstur er aðeins styttra... það var ekki planað heldur ruglaðist ég bara aðeins í byrjun hehe... en það gekk upp svo ég nenti ekki að rekja upp :)
SvaraEyðaKærar þakkir fyrir þetta.
Eyða