Efnisorð

fimmtudagur, 13. mars 2014

Uppskrift: Flottasta heklaða blómið!

Úr myndvinnslu yfir í hekl, um að gera að hafa þetta soldið fjölbreytt!

Ég hef eytt miklum tíma á Pinterest undanfarið, þá sérstaklega við að leita að uppskriftum að hekluðum blómum. Og ég komst að því að eina blómið sem ég kann að gera utanað, er flottara en allt sem ég hef hingað til fundið, og ætla ég því að deila aðferðinni lauslega með ykkur.

Upprunalega var afbrigði af þessu blómi í einhverri bók sem ég keypti í Kanada fyrir ca. 12 árum. Bókin sú var með allskonar ömmukössum (e. granny squares) en það er laaaangt síðan ég týndi henni, en hinsvegar á ég mynd frá 2006 af tösku sem ég gerði eftir þeirri uppskrift:


























Mér fannst hún agalega flott.... en því miður gekk ég svo illa frá endunum að hún raknaði öll upp ansi fljótt :P Lærði ágætis lexíu :P

En allavega, blómið sem ég ætla að gera núna er örlítið öðruvísi, ég er búin að gera það ansi oft í gegnum tíðina og ég hugsa að það sé aldrei nákvæmlega eins... en þessir uppliftu petalar eru gegnumgangandi í öllum útgáfum, enda afskaplega fallegir, finnst mér :) Nálin sem ég notaði er 3.5mm og garnið bara venjulegt akrýl garn, litirnir eru ekkert sérstaklega vel samsettir, þetta voru bara þeir hniklar sem voru næst mér ;)

Ef uppskriftin er kjánalega orðuð er það af því ég kann ekkert á uppskriftir og enn síður á íslenskar uppskriftir, lærði að hekla á ensku :P En þess vegna eru myndir...

Let's do it!
Svona mun þetta líta út :)
** í lok allra umferða þarf að sameina hringinn með keðjulykkju (e. slip stich).
1. Gerið 4 loftlykkjur og sameinið í hring. Gerið 2 loftlykkjur (margir gera bara eina loftlykkju þegar fastapinnaumferð er hafin, en mér finnst betra að hafa þær tvær) og heklið 7 fastapinna og sameinið loftlykkjunum í byrjun umferðar (8 fastapinna í umferð). Í næstu umferð fara svo 2 fastapinnar í hvert gat. (16 fastapinnar í umferð)







2. Gerið 4 loftlykkjur. Hoppið yfir næsta gat og setjið einn fastapinna í það þarnæsta. Gerið þrjár loftlykkur og setjið fastapinna í þarnæsta gat. Endurtakið út umferð.  Nú eru 8 stór göt :)
3. Þá þarf að smegja sér inní fyrsta gatið með keðjulykkju. Gerið 2 loftlykkjur (eða eina) og inní gatið fer (fastapinni, hálfur stuðull, stuðull, hálfur stuðull, fastapinni). Endurtakið 7 sinnum í viðbót :) Sameinið og slítið frá.
Jafnvel þó blómið sé haft í einum lit, er eiginlega nauðsinlegt að slíta frá á þessum tímapunkti. Ég hef reynt að komast hjá því en það hefur aldrei komið vel út af því ég þarf að byrja næstu umferð að aftan.
4. Ég er alls ekki viss hvernig á að lýsa þessu næsta skrefi í hekl-orðum hehe, en hér þarf að hekla í kringum hvern pinna. Nálinni er stungið í gegn að aftan, framyfir fastapinnann og svo aftur bakvið blómið (eins og örin sýnir), þar er bandið sótt og dregið sömu leið til baka. Síðan er bandinu slegið uppá aftur og dregið í gegnum báðar lykkjurnar á nálinni. Síðan eru gerðar 4 loftlykkjur og það sama er gert utan um næsta pinna. Endurtakið út umferð.







































Það er líka flott að hafa umferð númer 4 áfram í gula litnum, en mér finnst persónulega flott þegar nýji liturinn sést svona á milli gulu petalanna :)
Svona er blómið að aftan eftir skref 4.



































5. Þá er það petalaröð númer tvö. Líkt og með þá gulu, þarf að smegja sér inní fyrsta gatið með keðjulykkju. Tvær loftlykkjur og inní gatið fer (fastapinni, hálfur stuðull, stuðull, 2x tvöfaldur stuðull, stuðull, hálfur stuðull, fastapinni. Allt innan svigans fer svo inní öll hin 7 götin.





































6. Þetta skref er í stórum dráttum alveg eins og skref nr. 4 nema í þetta sinn eru gerðar 5 loftlykkjur í staðinn fyrir 4.




































7. Þá er það síðasta skrefið. Það er eins og skref 5, en inní gatið fer (fastapinni, hálfur stuðull, 2x stuðull, 3x tvöfaldur stuðull, 2x stuðull, hálfur stuðull, fastapinni). 






































Það er hægt að gera svo margt við þetta blóm, setja það á hárbönd og húfur, spennur, kjóla, töskur, teppi, hvað sem er :)
Hér er Rebekka mín með blómahúfu (þetta er gert úr tvöföldum plötulopa)

Hérna skellti ég einu í hárið á henni þegar hún var að fara á prinsessuball... Planið var að hafa þrjár petalaumferðir á því eins og hinu, þá hefði það komið mun betur út... en alas, ég rann út á tíma, ballið var að byrja og mamman ekki búin þannig að þessu var bara skellt í :P 
Hérna er aðeins öðruvísi útgáfa, en petalarnir eru með sama sniði :) 

Takk fyrir mig, endilega skiljið eftir línu ef þið kíkið við :) Sérstaklega ef þið hafið ábendingar, það kæmi mér stórlega á óvart ef þetta uppskriftaróbermi er gallalaust :P

Kveðja,
Jódís Eva

4 ummæli:

  1. Geggjað blóm. Takk fyrir þetta. Ég er einmitt orðin heilluð af heklinu og alltaf að leita mér að einföldum og góðum liðbeiningum til að fylgja.
    Þessar eru snilld :D

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir og þetta er bara æðislegt að fá svona nákvæmar leiðbeiningar :)

    SvaraEyða
  3. Takk fyrir æðisleg uppskrift og leiðbeining:)

    SvaraEyða