Efnisorð

sunnudagur, 13. apríl 2014

Uppskrift: Blómadúlla



Þessi dúlla er frekar lík þessu blómi en er þó ekki alveg og ég er orðin aðeins flinkari í að skrifa uppskriftir síðan þá :)

Ég kýs að öllu jöfnu að nota engar skammstafanir í uppskriftirnar mínar en ég ætla að útskýra hér þá einu sem ég nota: "2ll-gat" eða "3ll-gat" og þá á ég við gat sem myndast þegar heklaðar eru 2 eða 3 loftlykkjur í umferðinni á undan.
Uppskriftin er öll bundin í myndum í þetta sinn, er enn að þreifa mig áfram með hvernig er best að setja þetta fram, endilega segið mér hvað ykkur finnst og endilega skellið mynd á facebook vegginn minn ef þið gerið svona :)

Garnið heitir Steinbach Wolla og er bómullargarn sem er mjög svipað mandarin petit og heklunálin er nr 3.5

ATH: í lok hverrar umferðar er garnið fest við byrjun umferðar með keðjulykkju.

Njótið vel!


































Engin ummæli:

Skrifa ummæli