Efnisorð

fimmtudagur, 13. mars 2014

Fyndnar Fjölskyldumyndir :P

Ég hef alltaf haft mjög gaman að því að taka myndir og fannst fátt skemmtilegra í gamla daga en að komast yfir einnota vél (átti aldrei alvöru filmuvél)... en áhuginn kviknaði ekki fyrir alvöru fyrr en árið 2005 þegar ég eignaðist mína fyrstu digital vél. ÞVÍLÍK BYLTING!! Að geta prufað og fiktað og tekið fáránlegar myndir sem hægt var að skoða strax án þess að þurfa að eyða tíma og pening í framköllun, bara snilldin ein! :D Þegar dóttir mín fæddist svo 2007 jókst áhuginn enn meira og ég get ekki ímyndað mér hversu margar myndir ég hlýt að hafa tekið af henni og bróður hennar gegnum tíðina. Flestar þeirra eru náttúrulega bara svona fjölskyldualbúms-efni sem bara nánustu ættingjar hafa gaman að, en inná milli leynast þó miklir gullmolar sem ég bara verð að deila áfram!
Ég veit að internetið er yfirfullt af myndum af sætum og fyndnum krökkum, en vonandi getiði samt hlegið aðeins með mér að snillingunum mínum ;)

**Þið afsakið allar þessar merkingar á myndunum, grafísk hönnun hefur alltaf verið mikið áhugamál hjá mér og því var ég alltaf að leika mér að gera alls konar lógó sem eru soldið mis-ljót :P Ég nennti ekki að safna original myndunum saman og því eru þessar allar teknar af Flickr og facebook :)**

Þessar myndir voru teknar á aðfangadagskvöld 2008 og Rebekka tæplega tveggja ára var ekki alveg að standa sig í að sitja kjurr og borða matinn sinn, heldur fann sér eitthvað girnilegra :P Svipurinn á seinni myndinni er svo kominn af því ég kallaði á hana og puttinn alveg rauk úr nefinu :P




Hér er Atlas líka tæplega tveggja ára sumarið 2012 og systir hans fimm ára var alveg á fullu við að blása á biðukollur eins og það væri það auðveldasta í heimi. Ja minn maður lærði að það lá margra ára þjálfun að baki glæsilegra blás-hæfileika Rebekku og að það er stórhættulegt að vera viðvaningur í þessari grein! (og nei, hann var ekki að gráta, bara að gretta sig og reyna að skafa fræin af tungunni :P Ég hló bara smá... svo fór ég og hjálpaði honum ;) )




Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá módelinu sjálfu, hún hlær eins og bavíani í hvert sinn sem hún sér hana. Hérna er Rebekka semsagt ca. 18 mánaða og þetta tignarlega höfuðfat er poki sem ég heklaði úr afgöngum til að smegja yfir myndavélina mína í rigningu. Tegjan var semsagt ekki hönnuð fyrir Rebekku Bollukinn :P




Þessar myndir eru teknar í 2ggja ára afmælisveislu Atlasar 2012. Hann setti afmælishattinn svona á sig sjálfur og það var ekki fyrr en ég skoðaði myndirnar í tölvunni um kvöldið að ég sá hvað þetta minnti mikið á mímið góða :P




Þessi mynd er tekið sumarið 2009. Ég var semsagt að reyna að ná flottri mynd af splassinu og fékk þessa frábæru grettu í kaupbæti :D




Rebekka og Patrek frændi hennar að klessa saman fésunum og kalla það koss :P Það eru fjórir mánuðir á milli þeirra og þau eru bestu vinir :)





Atlas nokkra vikna gamall árið 2010... myndavélin var ekki alveg að höndla dúndurkraftinn í hnerranum og allt fór í blörr :P





Þetta köllum við The Zoolander í módel bransanum :P





Þessar myndir eru teknar á Þorláksmessu 2011, allar á innan við fimm mínútur :P






Hér má sjá Rebekku fjögurra ára að puttaprjóna af lífi og sál og ef dæma má á svipnum, þá finnst henni það ekki slæmt (e. Not bad)





Ég var rosalega mikið á 9gag 2011-2012  og alveg gegnumsýrð af meme-fyndni :P Hér var ég að sjálfsögðu að stæla þetta meme :P





 Önnur af Rebekku og Patrek að kyssast, nýkomin af jólaballi 2008. Mér finnst þessi mynd yndisleg af mörgum ástæðum en allra helst af því hvernig Rebekka stendur með rassinn úti loftið :P





 Í lokin ætla ég að setja eina af okkur Rebekku frá 2009, ekki besta myndin af mér en mér þykir agalega vænt um hana :P

Takk fyrir að skoða, endilega deilið áfram ef þið höfðuð gaman að :)

Kv. Jódís Eva

Engin ummæli:

Skrifa ummæli