Efnisorð

miðvikudagur, 27. ágúst 2014

Uppskrift - Zig-Zag Armband

Þessi uppskrift finnst mér rosalega skemmtilegt, ég hafði hvergi séð zig-zag aðferðina áður en ég prufaði hana þannig að hún er allavega 100% original fyrir mér þó hún sé örugglega til einhversstaðar ;) 





Þið þurfið:
    *Heklugarn af einhverju tagi. Ég hef notað Mandarin heklugarn en persónulega finnst mér það ekki nógu sterkt, frekar nota ég heklugarn sem ég fæ í Föndru (á Akureyri, en það er væntanlega líka til í Föndru fyrir sunnan) Man bara engan vegin hvað það heitir, en það er miklu meira glansandi en Mandarin og hnökrar nákvæmlega ekki neitt þrátt fyrir að ég fari með armbandið í sturtu og vaski upp með það og hvaðeina :) Ég set inn nafnið næst þegar ég kaupi mér hnykil og ef einhver veit hvað ég er að tala um má sá hinn sami endilega upplýsa mig :)
    *Heklunál nr 1.0 (þessi nál er tæknilega séð aðeins of lítil fyrir garnið en þetta kemur mun betur út ef það er mjög þétt. Sömuleiðis passar þessi nál í gegnum flestar perlur :)
    *Ca. 16 perlur með allavega 1mm gati. Ath. ef þær eru í stærri kantinum gæti aðeins þurft að fækka fastapinnum um einn eða tvo í 16.-17. skrefi.
    *"Hook and eye" festingar. Það er hægt að sjá mynd af slíku neðst í þessari uppskrift, annars er hægt að nota hvaða festingar sem er, t.d. eru mjög fallegar segulfestingar í Föndurlist

Byrjum þá :) Passið að hafa soldið langt skott í byrjun til að sauma niður festingarnar seinna :)



Já þá er það komið :) Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega skrifið komment hérna á síðunni eða sendið mér línu á Facebook. Já og ekkert gleður mig meira en að sjá myndir af því sem er heklað eftir uppskriftunum mínum þannig að endilega skellið þeim á vegginn hjá mér :)

Kv. Jódís Eva

1 ummæli: