Dóttir mín kom heim með einstaklega fallega fléttu sem hún hafði búið til í Textíl-tíma með lítinn pappahring að vopni:
Þetta þurfti ég að læra! Þannig að eggið fór að kenna hænunni og nú ætlum við að kenna ykkur :)
Það fyrsta sem þarf er þunnur pappi; kassi utan af morgunkorni hentar fullkomlega.
Klippið út lítinn hring, ca. 8-10 cm að þvermáli (það skiptir ekki öllu.) og stingið lítið gat í hann miðjann.
Síðan þarf að klippa 8 rifur jafnt yfir hringinn, ca. hálfa leið inn að miðjunni.
Svo þarf að klippa 7 jafnlanga spotta, annað hvort í mismunandi litum, eða alla eins, eða bara hvað sem er. Til að byrja með, sérstaklega ef það eru börn sem eru að prufa þetta, er gott að hafa böndin ekki of löng svo þau flækist ekki.
Við ákváðum að safna saman öllum þráðum nr. 10 sem voru til í safninu mínu og fundum sem betur fer 7 mismunandi liti - mig langaði rosalega að sjá hvert hver spotti myndi fara!
Svo þarf að þræða alla spottana í gegnum gatið. Það er hægt að gera það með stoppunál ef böndin eru lítil. Næst þegar ég prufaði að gera svona, notaði ég Mandarin petit sem er aðeins grófara og þá kom ég böndunum í gegn með heklunál. Aðalatiðið er bara að koma þeim í gegn :)
Síðan er bundinn hnútur svo böndin renni ekki í gegn:
Síðan er spjaldinu snúið við og öllum böndunum er smeygt ofaní sitthvort gatið:
Þegar allt er uppsett, er komin tími til að horfa á vídjóið :) Ef einhverjar spurningar vakna, hafið samband í kommentum eða á www.facebook.com/snedderi :)
Frábært !! Takk fyrir að búa þetta myndband til. Ég fór strax í að klippa út spjöld handa stelpunum mínum :D
SvaraEyðabkv,
Ásta Guðrún
Frábært! Rebekka verður mjög glöð að heyra það, þú mátt endilega senda okkur myndir á Facebook þegar þið eruð búnar :D
Eyða