Efnisorð

sunnudagur, 29. mars 2015

Sjö-banda fléttan hennar Rebekku (myndband)

Hellú :)
Dóttir mín kom heim með einstaklega fallega fléttu sem hún hafði búið til í Textíl-tíma með lítinn pappahring að vopni:
Þetta þurfti ég að læra! Þannig að eggið fór að kenna hænunni og nú ætlum við að kenna ykkur :)

Það fyrsta sem þarf er þunnur pappi; kassi utan af morgunkorni hentar fullkomlega.
Klippið út lítinn hring, ca. 8-10 cm að þvermáli (það skiptir ekki öllu.) og stingið lítið gat í hann miðjann.


Síðan þarf að klippa 8 rifur jafnt yfir hringinn, ca. hálfa leið inn að miðjunni.


Svo þarf að klippa 7 jafnlanga spotta, annað hvort í mismunandi litum, eða alla eins, eða bara hvað sem er. Til að byrja með, sérstaklega ef það eru börn sem eru að prufa þetta, er gott að hafa böndin ekki of löng svo þau flækist ekki.
Við ákváðum að safna saman öllum þráðum nr. 10 sem voru til í safninu mínu og fundum sem betur fer 7 mismunandi liti - mig langaði rosalega að sjá hvert hver spotti myndi fara!

Svo þarf að þræða alla spottana í gegnum gatið. Það er hægt að gera það með stoppunál ef böndin eru lítil. Næst þegar ég prufaði að gera svona, notaði ég Mandarin petit sem er aðeins grófara og þá kom ég böndunum í gegn með heklunál. Aðalatiðið er bara að koma þeim í gegn :)

Síðan er bundinn hnútur svo böndin renni ekki í gegn:

Síðan er spjaldinu snúið við og öllum böndunum er smeygt ofaní sitthvort gatið:

Þegar allt er uppsett, er komin tími til að horfa á vídjóið :) Ef einhverjar spurningar vakna, hafið samband í kommentum eða á www.facebook.com/snedderi :)



laugardagur, 21. mars 2015

Kennslumyndband í Orkeringu: Perlublóma-armband

Hæ aftur :) Enn halda kennslumyndböndin áfram og í þetta sinn ætlum við að prófa að nota perlur og gera svona armband:



Það sem til þarf, eru þráður nr. 10 eða 20, nál númer 5 eða 7, og 40-50 litlar eða meðalstórar perlur (nógu stórar til að nálin komist vel í gegnum þær).

Hafið samband í kommentum hérna eða á www.facebook.com/snedderi

Njótið vel og endilega deilið :)


föstudagur, 13. mars 2015

Kennslumyndband í orkeringu: Snjókorn

Hæhæ :) Hérna er komið annað myndband í orkeringu, hugsað fyrir fólk sem hefur lært grunninn (http://snedderi.blogspot.com/2015/03/grunnkennsla-i-orkeringu-myndbond.html) en er kannski ekkert sérstaklega vant :)

Það sem til þarf er orkeringarnál nr. 5 eða 7 (ég nota 7) og garn nr. 10 eins og t.d. Mandarin Heklegarn.

Njótið vel og hafið samband ef spurningar vakna :)


Fylgist með á www.facebook.com/snedderi :)

þriðjudagur, 10. mars 2015

Grunnkennsla í Orkeringu (myndbönd)

Sælt veri fólkið!

Hér á eftir fara þrjú myndbönd sem ég bjó til sem fara yfir grunn-atriðin í orkeringu með nál. Í því fyrsta er kennt að gera tvöfaldann hnút (e: double stitch) , í númer tvö er kennt að gera hring (e: ring), keðju (e: chain) og lauflykkju (e: picot), og í því þriðja er kennt að gera armband með aðferðunum sem kenndar eru í fyrstu tveim myndböndunum.

Myndböndin eru gerð með algjöra byrjendur í huga.

Það sem þarf til að byrja með er þar-til-gerð orkeringarnál nr. 5 eða 7 (ég nota nr. 7 því þá verður verkið þéttara og jafnara finnst mér), sem fæst í verslunum A4. Pakkningarnar líta svona út:
Svo þarf garn nr. 10, eins og t.d. Mandarin Heklegarn:

Njótið vel og ekki hika við að spurja ef eitthvað er, hægt er að hafa samband hérna í commentum eða þá á facebook.com/snedderi :)

Myndband nr 1: Tvöfaldur Hnútur
Myndband nr. 2: Hringur, keðja og lauflykkja.
Myndband nr. 3: Armbandið klárað!


Njótið vel og endilega deilið og dreifið myndböndunum að vild :) Fleiri munu líklega fylgja þannig að endilega fylgist með á www.facebook.com/snedderi :)