Efnisorð

mánudagur, 2. júní 2014

Perlu-Minecraft!

Aðeins öðruvísi færsla í dag :)
Eins og ég var búin að nefna á facebook nýlega, þá keypti ég mér loksins straujárn til að eiga aðeins auðveldara með að sauma, og með það á heimilinu gat ég loksins gengið aftur í barndóm og PERLAÐ :D

Fögur sjón, n'est pas? :D
Stukkum út og keyptum nokkur form og eitthvað litabland og byrjuðum að dunda. Eftir að hafa gert regnboga og töfrasprota og nokkrar húsa-tilraunir, fannst okkur tilvalið að prufa að búa til eitthvað úr uppáhaldstölvuleiknum hennar Rebekku, Minecraft :D Pabbi hennar var settur í það verk að finna mynd af zombie til að fara eftir, og frá þeim tímapunkti hafði ég ekkert að gera annað en að taka myndir af því Ásbjörn varð svo óskaplega spenntur fyrir þessu (enda Minecraftari sjálfur). Ja jú, ég fékk góðfúslegt leyfi til að safna saman hinum og þessum litum fyrir þau...

 
Flottir perlarar! (og flottar litahrúgurnar mínar, já ég veit...)
Þarna eru perlurnar komnar á spjaldið.
Ungfrú Tannlaus gífurlega ánægð með afraksturinn. (ath að hvítu blettirnir eru glærar bláar perlur til að fá smá detail, dagsbirtan skín bara asnalega í gegnum þær hehe, sjá næstu mynd ;) )
Straujaði þá báðum megin til að gera þá sterkari
Rebekka með allt perl dagsins :)
Zombie-lyklakippa :D
Næsta verkefni verður klárlega Creeper í stíl :) :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli