Efnisorð

föstudagur, 29. september 2017

Leirstyttur 2017

Það má segja að 2017 hafi verið ár styttanna hjá mér, fyrst með allskonar undarlegum, skrautlegum konum, svo með brúðhjónum, og loks með styttunum sem táknuðu mismunandi tískustrauma eftir áratugum 20. aldarinnar :)
Þessar styttur eru allar byggðar frá grunni úr vír, álpappír og málningarlímbandi (sjá t.d. hér) og svo huldar með FIMO leir. Flestar mála ég svo með akrýlmálningu og lakka. Sumar nýjustu stytturnar eru huldar með DAS leir og eru þá málaðar með vatnslitum.
Hér má sjá leirhús 2017 :)

Snapchat: jodiseva







 Brúðhjón:




Og svo tíska 20. aldarinnar. Kíkið á þetta til að sjá myndir af styttunum í vinnslu og smá sögu um hverja og eina :)

1900
 1910
 1920
 1930
 1940
 1950
 1960
 1970
 1980
 1990
 2000

fimmtudagur, 28. september 2017

Leirhús 2017

Ég hef ákveðið að sækja um að taka þátt í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eins og ég gerði í fyrra og eru meðfylgjandi myndir af leirhúsum sem ég hef búið til á síðastliðnu ári. Ég bjó til svipaðar færslur þegar ég sótti um í fyrra og hér má sjá leirhús sem ég gerði árið 2016, hér má sjá leirmyndir frá 2016, og hér má sjá skartið sem ég gerði 2016.
Hér eru 2017 stytturnar að finna:)

Þessi handgerðu hús eru byggð úr FIMO-leir utanum allskonar vín- og líkjörsflöskur og eru engin tvö eins. Flöskurnar eru enn nothæfar sem flöskur (þó ekki allar með nothæfann tappa) og svo er hægt að setja seríu ofaní þær flestar svo lýsir útum gluggana. Öll húsin hafa götunafn og númer, eða bæjarnafn, venjulega útfrá nafninu á flöskunni sem byggt er utanum í hvert sinn, en stundum bara útfrá lúkkinu á húsinu :)

Snapchat: jodiseva

Amarettostræti 9


Amarettostræti 7


Amarettostræti 11:



Lolulækur 14:


Matthíasarborg:


Eddufell 1


Eddufell 2



Eddufell 3