Efnisorð

föstudagur, 15. apríl 2016

Álfahús úr leir og blómavasa

Sælt veri fólkið :) Ég ætla ekki að skrifa mikið við þessa færslu, bara setja inn nokkrar myndir sem ég tók af ferlinu þegar ég bjó til lítið álfahús um daginn, njótið vel og ekki hika við að skilja eftir spurningar eða athugasemdir og ég hef samband við fyrsta tækifæri :)

Efni notuð:
FIMO leir
IKEA blómavasi
Pastavél til að fletja út.
Augnskuggi til að lita
Allskonar hitt og þetta til að fá áferð
Vír fyrir blómin.

Ein athugasemd áður en myndirnar fá að tala sínu máli: Glöggir taka kannski eftir því að liturinn utanum hurðina breytist þarna allt í einu og er það af því ég skipti ljósa leirnum út fyrir dökkann í miðjum klíðum, veit ekki hvort það er betra eða verra, en mér fannst ljósi liturinn of glannalegur til að byrja með :)