Halló! Ég er búin að vera að leira heil ósköp úr Fimo-leir og hef nánast ekkert sinnt Snedderí, en ákvað að deila frábærri aðferð sem ég lærði um daginn - að láta leirinn líta út eins og hann sé prjónaður :D
Myndi segja að þetta myndi gera fallegt jólaskraut handa prjónurum, eða jafnvel hálsmen :)
Hérna eru nokkur sem ég gerði þegar ég var að æfa mig, pottaleppur, lítið hjarta og tveir vettlingar :D
Hér er svo það sem þarf áður en byrjað er. Augnskugginn/púðrið er ekki nauðsinlegt, en það setur mjög skemmtilegann blæ á leirinn :)
Hérna er svo myndbandið, njótið vel og hafið samband á www.facebook.com/snedderi eða jodiseva@gmail.com ef eitthvað er :)
Kv. Jódís Eva