Efnisorð

miðvikudagur, 28. maí 2014

Uppskrift: Heklað Perluarmband

Halló halló! Þessari uppskrift ætlaði ég að vera búin að pósta fyrir löööngu  :D

Þið þurfið:
    *Mandarin heklugarn eða sambærilegt (er líka búin að gera svona úr Steinbach Wolle glimmer-heklugarni :) )
    *Heklunál nr 1.0 (þessi nál er tæknilega séð alltof lítil fyrir garnið en þetta kemur mun betur út ef það er mjög þétt. Sömuleiðis passar þessi nál í gegnum flestar perlur :)
    *16-20 perlur.
    *"Hook and eye" festingar (eins og á brjóstahöldurum, sjá mynd neðst).

ATH: Stundum eru stafirnir ekki alveg nógu skýrir hjá mér af því myndirnar þjappast soldið, en ef þið klikkið á þær, opnast þær í nýjum glugga mun stærri :)

Njótið vel :)









Ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er óskýrt, annað hvort hérna eða á facebook-síðunni minni :)

Kv. Jódís Eva