Efnisorð

föstudagur, 20. október 2017

Framköllun og Innrömmun

Nýjasta verkefnið mitt er að taka fallegar myndir af öllum verkunum mínum, framkalla og setja í ramma. Einhverjum styttum og húsum hef ég einfaldlega stillt upp úti við fallegan bakgrunn og látið svo við standa, en svo hef ég líka verið að klippa sumar stytturnar út og setja mismunandi bakgrunna.
Þessa hugmynd gaf listakonan Íbba mér, hún gerði þetta við sín verk með frábærum árangri. Mæli með því að skoða síðuna hennar.

Ég ætla bara að leyfa myndunum að segja sína sögu að mestu.

Nokkrar styttur sem ég klippti út í Photoshop og setti á mismunandi bakgrunna:




Næst lét ég framkalla nokkrar prufur í ýmsum stærðum. Komst að því að ég var hrifnust að 10x15 myndum í 13x18 römmum og einnig að myndirnar voru aðeins of dökkar hjá mér:

Aftur í framköllunarferlið; lét gera heila hrúgu af 10x15 myndum:



Oooooog svo innrömmun :D



fimmtudagur, 5. október 2017

Skart 2017

Í þessa færslu ætla ég að safna saman öllu skartinu sem ég hef gert árið 2017. Allt er handgert frá grunni úr Fimo-leir.
Hér má finna skart frá 2016.
Hér  má finna leirhús frá 2017.
Hér má finna leirstyttur frá 2017.











Hálsmen:




Peysuklemmur:









föstudagur, 29. september 2017

Leirstyttur 2017

Það má segja að 2017 hafi verið ár styttanna hjá mér, fyrst með allskonar undarlegum, skrautlegum konum, svo með brúðhjónum, og loks með styttunum sem táknuðu mismunandi tískustrauma eftir áratugum 20. aldarinnar :)
Þessar styttur eru allar byggðar frá grunni úr vír, álpappír og málningarlímbandi (sjá t.d. hér) og svo huldar með FIMO leir. Flestar mála ég svo með akrýlmálningu og lakka. Sumar nýjustu stytturnar eru huldar með DAS leir og eru þá málaðar með vatnslitum.
Hér má sjá leirhús 2017 :)

Snapchat: jodiseva







 Brúðhjón:




Og svo tíska 20. aldarinnar. Kíkið á þetta til að sjá myndir af styttunum í vinnslu og smá sögu um hverja og eina :)

1900
 1910
 1920
 1930
 1940
 1950
 1960
 1970
 1980
 1990
 2000